Á vefnum www.mbl.is er að finna þessa frétt:

Fjögur byggðarlög hafa verið valintil að taka þátt í samkeppni um rafrænt samfélag sem Byggðastofnun stendur fyrir.

Alls sóttu 13 byggðarlög um þátttöku en valnefnd valdi

Aðaldælahrepp Húsavíkurbæ og Þingeyjarsveit, ­

Grundarfjarðarbæ, ­

Snæfellsbæ og ­

Sveitarfélögin Árborg, Hveragerði og Ölfus

Samkeppnin er hluti af byggðaáætlun sem samþykkt var á Alþingi á síðasta ári. Meginmarkmið verkefnisins er að hrinda í framkvæmd metnaðarfullum aðgerðum á sviði fjarskipta- og upplýsingatækni. Þátttökurétt höfðu öll sveitarfélög á landsbyggðinni.

 

Alls bárust 13 umsóknir frá eftirfarandi aðilum: ­

Akraneskaupstað
­Aðaldælahreppi, Húsavíkurbæ og Þingeyjarsveit

Dalabyggð
­Dalvíkurbyggð, Hríseyjarhreppi, Ólafsfjarðarbæ, Siglufjarðarkaupstað
­Grundarfjarðarbæ
­Kelduneshreppi
­Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra
­Skagfirsku samskiptaþingi
­Snæfellsbæ
­Sveitarfélaginu Hornafirði
­Sveitarfélögunum Árborg, Hveragerði og Ölfusi
­Vestmannaeyjabæ
­Öxafjarðarhreppi.

Byggðarlögin fjögur sem valin voru fá framlög sem þau skulu nýta til að ganga frá viðskiptaáætlunum, markmiðssetningum og nánari útfærslum á þeim hugmyndum sem umsóknirnar byggjast á. Valnefnd mun á grundvelli þeirra gagna sem skilað verður inn í síðari áfanga samkeppninnar velja tvö til fjögur verkefni sem munu hljóta framlög úr ríkissjóði á móti a.m.k. jöfnu eigin framlagi. Í heild mun ríkissjóður verja 30-40 milljónum króna árlega í uppbyggingu rafrænna samfélaga á landsbyggðinni á næstu þremur árum. Lokaskil í samkeppninni um rafrænt samfélag eru 5. júní.

Heimasíða Byggðastofnunar

Til að sjá nánar um rafrænt samfélag og Tæknibæinn Grundarfjörð: sjá bæjardagbók, 3. og 4. mars, 11. janúar, 4. og 6. nóvember sl.

Þeim sem unnu að undirbúningi hugmynda í umsókn um rafrænt samfélag, eru sendar þakklætiskveðjur.