Eins og glöggir íbúar hafa tekið eftir er að verða talsverð aukning á mannfjölda í bænum, auk þess sem miðbærinn er að taka á sig breytta mynd. Tökur eru nú að hefjast á nýrri átta þátta íslenskri sjónvarpsseríu í leikstjórn Evu Sigurðardóttur. Þættirnir verða sýndir í Ríkissjónvarpinu 2022 og bera vinnuheitið “Vitjanir” (e. Fractures).

Tökur munu standa yfir frá og með þriðjudeginum 15. september til 5. nóvember nk. Mikill fjöldi fólks og búnaðar fylgir svona verkefni og að mörgu þarf að hyggja.

Við einhverjar tökur gæti komið til lokana á götum eða annarra takmarkana. Það verður þá gert í samstarfi við lögreglu og með viðeigandi stýringum, sem tilkynntar verða með eins góðum fyrirvara og hægt er. Þetta gæti haft einhverjar truflanir í för með sér og biðjum við íbúa að sýna því skilning. 

Tökulið hefur vinnuaðstöðu í Samkomuhúsi Grundarfjarðar meðan tökur standa yfir og á þeim tíma verður húsið ekki í annarri útleigu. Við biðlum til fólks að leggja ekki bílum sínum í stæðin á lóð samkomuhússins, þar sem talsverður fjöldi bíla, m.a. stórra bíla, fylgir tökuliði og þarf að athafna sig þar.

Grundarfjarðarbær verður Glassriver innan handar um að miðla upplýsingum um tökustaði og tökutíma, á vef og Facebook-síðu Grundarfjarðarbæjar.

 

Tökustaðir þriðjudagsins 15. september verða sem hér segir:

- Kaffihús/Bókasafn (Bjargarsteinn) 11:30 - 16:30

- Lögreglustöð (H5 Apartments, Hrannarstíg) 17:00 - 19:00

- Heilsugæslan ( Heilsugæslan Grundarfirði, utanhúss ) 19:00-20:30

- Bílasena 20:30 - 21:00