Íbúum í Grundarfirði fjölgaði um 36 einstaklinga frá 1. desember 2004 til 1. desember 2005. Fjöldi Grundfirðinga er því kominn í 974. Þetta er tæp 4% fjölgun á einu ári.

Fjölgun á vesturlandinu öllu var rétt rúmlega 3% en fjölgun á landinu öllu rétt rúm 2%.

Þess má til gamans geta að einnig var fjölgun bæjarbúa í Snæfellsbæ og Stykkishólmi og eru íbúar í Snæfellsbæ orðnir 1.743 en íbúar Stykkishólms 1.165. Fjölgun varð í flestum sveitarfélögum á Vesturlandi.

Sjá nánar á www.hagstofan.is