Í ár sem

fyrri ár var foreldrum nýbura í Grundarfirði boðið í samverustund þar sem bærinn gefur Grundfirðingum fæddum á árinu sem var að líða veglegar gjafir. Árið 2013 fæddust þrettán Grundfirðingar. Mætingin í samverustundina var góð en þó komust ekki allir. Samverustundin er skipulöggð samkvæmt fjölskyldustefnu Grundfirðinga. Gjafirnar eru undirbúnar í samstarfi við heilsugæsluna og leikskólann.  Hver gjöf inniheldur meðal annars pollagalla, fatnað og bók.