Um sjötíu manns mættu á íbúafund sem haldinn var í gærkvöld.  Á fundinum var aðallega fjallað um fjárhagsstöðu bæjarins og meginstefnu í fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.  Fram kom að verða þarf viðsnúningur í rekstri um allt að 50 milljónir.  Þrátt fyrir erfiða stöðu töldu forsvarsmenn bæjarins mögulegt að ná góðum árangri en ljóst sé að draga þurfi verulega saman seglin.   Bæjarfulltrúar D-lista lögðu áherslu á að minni- og meirihluti starfi saman sem einn maður að því verkefni að bæta fjárhagsstöðu bæjarins.  Þá voru kynnt áform um áframhaldandi samstarf við íbúa.

Þátttakendur gátu skrifað lista um það sem við getum verið þakklát fyrir í Grundarfirði.  Þar voru m.a. nefndir skólar, þjónusta, félagsstarf, náttúrufegurð og „smæð samfélagsins og samstaða íbúanna“.  Í lok fundar botnuðu allir fundarmenn setninguna:  „Á þessum tímum er mikilvægt að...“ og þar lögðu flestir áherslu á samstarf og samstöðu.

 

Sjá má glærur frá fundinum hér.

 

Samantekt um skilaboð fundarins er að finna hér.