Uppskeruhátíð Snæfellsness samstarfsins í knattspyrnu yngri flokka fór fram í íþróttahúsinu í Ólafsvík föstudaginn 22. september. Fjórir flottir Grundfirðingar fengu þar viðurkenningar fyrir árangur sinn í boltanum í sumar.

Grundarfjarðarbær óskar þessum flottu fótboltakrökkum innilega til hamingju með árangurinn!

 

Jón Björgvin fékk viðurkenningu fyrir mestu framfarir á yngra ári í B-liði hjá 5. flokki karla.

 

Martin Máni var markahæstur í B-liði 4. flokks karla.  

 

 

 

Breki Þór var markahæstur í A-liði 4. flokks karla.

 

 

 

Tanja fékk viðurkenningu fyrir mestar framfarir í 3. flokki kvenna. Hún er hér á miðri myndinni.