Stúlknalandsliðið í blaki stóð sig vel í Englandi. Svana Björk er önnur frá hægri í efri röð.

Grundfirðingurinn Svana Björk Steinarsdóttir og liðsfélagar hennar í stúlknalandsliðinu í blaki hafnaði í öðru sæti á alþjóðlega NEVZA mótinu sem fram fór í Englandi um liðna helgi. Íslenska liðið bar sigur úr býtum í öllum leikjum sínum í mótinu en laut í lægra haldi fyrir Finnum í úrslitaleik.

 

 

 

Íslensk landslið hafa tekið þátt í NEVZA mótinu síðustu 25 ár og er árangur liðsins sá besti sem náðst hefur til þessa. Blakíþróttin hefur notið mikilla vinsælda hér í bæ undanfarin ár og einstaklega ánægjulegt er að sjá grundfirska blakara gera góða hluti með landsliðum Íslands. Til hamingju Svana Björk!