Níu galvaskir Grundfirðingar eru nú staddir í Vín til að styðja við bakið á íslenska landsliðinu í handbolta. Þeir hafa vakið mikla athygli fyrir vasklega framgöngu og háværan stuðning. Gullhópinn skipa þeir Sigurður Óli Þorvarðarson, Konráð Hinriksson, Jóhannes Þorvarðarson, Hinrik Jóhannesson, Lýður Valgeir Jóhannesson, Ásgeir Þór Ásgeirsson, Hlynur Sigurðsson, Illugi Pálsson og Guðmundur Reynisson.