Úrtökumót fyrir U17 ára landsliðið í blaki var haldið í Kópavogi um helgina. Fjórir Grundfirðingar mættu til leiks og allir voru þeir valdir í liðið sem heldur til Danmerkur nú í lok desember til að keppa á Norðurlandamóti. Þetta eru Baldur Þór Sigurðsson, Friðfinnur Kristjánsson, Sigurður Helgi Ágústsson og Tómar Weyer. Við óskum þeim til hamingju með frábæran árangur.