Litlu-jólin verða miðvikudaginn 19. desember.

Kennt verður til 12:30 en litlu jólin hefjast kl. 14:00.
Allir koma með lukkupakka á verðbilinu 500 – 700 kr.

Boðið verður upp heitt kakó og nemendur mega koma með smákökur.

Áætlað er að litlu-jólunum verði lokið um kl. 15:30.

Heilsdagsskóli verður opinn til kl. 14:00 þennan dag.

 

Nemendur mæti í skólann á nýju ári föstudaginn 4. janúar kl. 8:00

og verður kennt samkvæmt stundaskrá.

 

Óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Þökkum traust og gott samstarf

 

Starfsfólk Grunnskóla Grundarfjarðar