Í morgun fékk Grunnskóli Grundarfjarðar afhentan Grænfánann við hátíðlega athöfn. Farið var í gegnum merkingu grænfánans og við minnt á að jörðin getur verið án okkar en við getum ekki lifað án jarðarinnar. 

Runólfur Guðmundsson afhenti fimm spjaldtölvur að gjöf frá G.Run og talaði um mikilvægi þess að fara vel með tæki og húsnæði Grunnskólans.

Grunnskóli Grundarfjarðar þakkar G.Run fyrir þessa höfðinglegu gjöf. Einnig þökkum við öllum þeim fyrirtækjum í bæjarfélaginu sem gáfu styrki til kaupa á níu öðrum spjaldtölvum sem mikið hafa verið nýttar í skólastarfinu í vetur.  Myndir má sjá hér