Nú er tækifæri að skoða listaverk hjá skólanemendum í Grundarfirði.

Dagana 21.-24. maí hafa nemendur við Grunnskóla Grundarfjarðar unnið þemaverkefni undir yfirskriftinni "Fólkið í bænum". Afrakstur af þessari vinnu verður haldinn í íþróttahúsinu fimmtudaginn 24. maí frá kl. 16:00 til 18:00.

Sýning á verkum leikskólanemenda verður í Leikskólanum Sólvöllum frá kl:17:00-18:30. Leikskólanemendur syngja fyrir gesti kl: 17:40.

Foreldrafélagið verður með kaffisölu

Kjörið tækifæri að skoða vinnu nemenda á leik-og grunnskólaaldri.

Allir velkomnir

Nemendur og starfsfólk

Grunnskóla Grundarfjarðar og Leikskólans Sólvalla