Grunnskóli Grundarfjarðar var settur í dag 22. ágúst. Þetta er í sjötugasta skiptið sem skólinn er settur en starfsemin hófst árið 1944. Skólasetningin í ár var frábrugðin öðrum setningum að því leiti að nú taka við nýir skólastjórnendur; Gerður Ólína Steinþórsdóttir, skólastjóri og Ásdís Snót Guðmundsdóttir aðstoðarskólastjóri. Bæjarstjórinn, Þorsteinn Steinsson,bauð þær Gerði og Ásdísi velkomnar til starfa og færði þeim blóm.