Hænur á leikskólann

í byrjun sumars fékk Leikskólinn Sólvellir nýtt Bambahús, samskonar og grunnskólinn er með. Húsið hefur verið nýtt sem gróðurhús og eru börnin mjög áhugasöm um ræktunina. Núna í vikunni bættust svo við nokkrar hænur sem verður spennandi fyrir krakkana að hafa á leikskólanum. 

Nánar um flutning og vistverur hæsnanna sem og uppskeruna má sjá á vefsíðu leikskólans

Texti úr frétt frá leikskólanum:

Bambahúsið, sem sameinar gróðurhús og hænsnakofa, er dýrmæt viðbót við leikskólalóðina og mun nýtast okkur á fjölbreyttan hátt í leik og starfi. Börnin fá tækifæri til að kynnast náttúrunni, dýrum og ræktun á lifandi og skemmtilegan hátt – sem styrkir um leið sjálfbærni og umhyggju fyrir umhverfinu.