Dýpkunarskipið Perlan hefur að undanförnu dælt upp sjávarefni undir fyrirstöðugarð vegna landfyllingar við stóru bryggju. Berglín ehf. úr Stykkishólmi bauð lægst í byggingu garðsins og er verkið hafið. Verklok garðsins eru í lok maí og landfyllingar í lok júní. Lóðir á landfyllingunni verða svo auglýstar lausar til umsóknar á næstu vikum.

Búið er að bjóða út efniskaup (stálþil) fyrir gerð nýrrar bryggju í stað litlu bryggju. Í Morgunblaðinu sunnud. 9. apríl n.k. auglýsir Siglingastofnun útboð verksins (rekstur stálþils og frágang) sem vinna á í sumar og haust. Lagnir, þekja og lýsing eru skv. hafnaáætlun á næsta ári. Sjá nánar auglýsingu sem einnig birtist hér á bæjarvefnum nú um helgina.