Undanfarna daga hafa skemmtilegir gestir verið í heimsókn í Grundarfirði. Háhyrningatorfa hefur komið sér fyrir steinsnar frá bryggju og stíga þar stórkostlegan dans fyrir vaxandi fjölda áhorfenda. Hafnarstjóri segir að þeirra hafi fyrst orðið vart fyrir þremur dögum og enn sýni þeir ekki á sér neitt fararsnið. Í gær voru talin 24 dýr en þó eru þau líklega töluvert fleiri. Ástæðan fyrir heimsókninni er líklega alkunn gestrisni Grundfirðinga og varla skemmir fyrir að fjörðurinn er fullur af síld eins og venjulega.

Fleiri myndir af þessum skemmtilegu gestum má finna hér. Myndirnar tók Sverrir Karlsson.