Í umfjöllun um íbúakönnun landshlutanna sem kom út nýverið og var verkstýrt af SSV slæddist inn sú hvimleiða villa að Snæfellsnes varð að Snæfellsbæ.  Þessi villa varð til þess að í ýmsum fjölmiðlum mátti lesa að íbúar í Snæfellsbæ væru hamingjusamastir allra ásamt Vestmannaeyingum.  Þarna átti hins vegar að standa að íbúar Snæfellsness ásamt Vestmannaeyingum væru hamingjusamastir.  Vissulega eru íbúar í Snæfellsbæ flestum öðrum hamingusamari en það á líka við um aðra nágranna þeirra á Snæfellsnesi.

Við hjá SSV biðjumst velvirðingar á þessari villu, en eftir stendur að hamingjan býr á Snæfellsnesi.

 

Tekið af vef SSV