Við lífgum upp á safnkostinn og höfum fengið nokkur tímarit af hannyrðablöðum frá október og nóvember 2009 og jólablöð koma í nóvember.

Það verða minni innkaup á bókasafninu fyrir jól og á næsta ári. Góður grunnur er til af fræðiefni (miðað við stærð safns) frá síðustu árum og því höfum við afþreyingu og tómstundir í fyrirrúmi næstu misseri.

 

Á Gegni.is má leita að hannyrðaefni. Farið í ÍTARLEIT, notið leitarorðin HEKL, PRJÓN, HANDAVINNA og veljið Vesturland  neðst á síðunni vinstramegin og Bókasafn Grundarfjarðar hægra megin.

Þeir sem eignast nýjar bækur og vilja síður safna þeim upp heima hjá sér en vilja ánafna bókasafninu þær mega láta vita af því fyrirfram. Þannig er hægt að nýta fjárframlagið betur og minnka áfallið af minna úrvali af lesefni.

Með fyrir fram þökk. Sunna á bókasafninu.