Í dag, 18. ágúst, á Grundarfjörður 218 ára afmæli. 18. ágúst 1786 fékk Grundarfjörður ásamt Reykjavík, Ísafirði, Akureyri, Eskifirði og Vestmannaeyjum kaupstaðarréttindi. Þéttbýlin 6 voru jafnframt þau fyrstu á Íslandi til að öðlast þessi réttindi. En þess má geta að Grundarfjörður tapaði kaupstaðarréttindum sínum árið 1836.