Háskólalest Háskóla Íslands leggur brátt af stað á Snæfellsnes með fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa. Lestin á tuttugu ferðir að baki og hefur farið víða um land við miklar vinsældir. Í ferðum Háskólalestarinnar er lögð er áhersla á lifandi og litríka dagskrá fyrir alla fjölskylduna og eru allir viðburðir ókeypis. Lestin verður á Snæfellsnesi dagana 29. og 30. ágúst, í Ólafsvík og Grundarfirði.

Vísindaveisla í Fjölbrautarskóla Snæfellinga í Grundarfirði kl. 12 - 16
Sprengjugengi, Stjörnutjald og magnaðar tilraunir

Föstudaginn 29.ágústsækja nemendur í efstu bekkjum grunnskóla Ólafsvíkur, Hellissand, Rifs og Grundafjarðar námskeið í Háskóla unga fólksins í eðlisfræði, japönsku, stjörnufræði, blaða- og fréttamennsku, næringarfræði, hugmyndasögu, Legó forritun, jarðfræði og vísindaheimspeki. Kennt verður í Ólafsvík.

 

Laugardaginn 30.ágúst verður síðan slegið upp veglegri vísindaveislu í Fjölbrautarskóla Snæfellinga í Grundarfirði kl. 12 til 16 og þangað er öllum heimamönnum boðið.Þar verða meðal annars magnaðar sýnitilraunir, japanskir búningar og skrautskrift, leikir og þrautir, ýmis tæki og tól, furðuspeglar, mælingar og alls kyns óvæntar uppgötvanir.  Fyrirtæki í heimabyggð kynna einnig starfsemi sína og heilmargt annað verður í boði.

 

Sprengjugengið landsfrægaer með í för og sýnir kl. 12.30 og 14.30 og sýningar verða í hinu sívinsæla stjörnutjaldi á 30 mínútna fresti.


Dagskrá Háskólalestarinnar er öllum opin, aðgangur ókeypis  og allir hjartanlega velkomnir.

Hægt er að fylgjast með Háskólalestinni á vef hennar og á Facebook

Allar nánari upplýsingar veitir Guðrún Bachmann lestarstjóri, gudrunba@hi.is, 864 0124.