Haldið í samstarfi við Símenntunar Vesturlands

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem sinna garðvinnu á einn eða annan máta.

Fjallað verður um helstu verkefni sem falla til í einkagörðum og sumarbústaðarlöndum á haustin. Hvernig er best að undirbúa mismunandi plöntur fyrir vetrardvala og fjallað sérstaklega um vetrar skýlingu viðkvæmra plantna. Þá verður fjallað um flottar haustplöntur sem hægt er að nýta til að lífga upp á haustið og eins fjallað um meðhöndlun og gróðursetningu haustlauka og mismunandi plantna

Kennari: Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur og forstöðumaður LbhÍ Reykjum og Kristinn H. Þorsteinsson garðyrkjufræðingur.

Tími: Boðið verður upp á tvö námskeið:

I: Lau. 11. sept, kl. 10:00-16:00 (7,5 kennslustundir) á Akranesi.

II: Lau. 18. sept. kl. 10:00-16:00 (7,5 kennslustundir) í Snæfellsbæ 

Verð: 13.000kr

Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 2700kr (óafturkræft) á reikninginn 0354-26-4237, kt. 411204-3590

Einnig má skrá sig í síma 433 5000