Ferðafélag Snæfellsness mun standa fyrir haustferð sunndaginn 11. september n.k. Mæting á einkabílum kl.11:00. að býlinu Hraunholtum vestan Hlíðarvatns í Hnappadal. Gengið er vestur yfir Gullborgarhraun eftir gamalli leið að bænum Syðri Rauðamel.

Þá er hægt að ganga á Syðri Raðamelskúlu eða taka bað í náttúrulauginni - Rauðamelslaug. Gengið er til baka með Kaldalæk og á Gullborg, litið við í Gullborgarhellum og fræðst um jarðfræði og náttúrufar svæðisins.

Áætlað er að ferðin taki 5 - 6 tíma og er göngufólk beðið um að klæða sig eftir veðri, en veðurspá segir að norðaustan strekkingur verði og svalt. Athygli er vakin á því, að gengið er eftir hrauni, sem getur verið erfitt fótalúnu fólki.

Allir velkomnir. Verð: 600/800 kr. Fararstjórar: Gunnar Njálsson og Kolbrún Rögnvaldsdóttir