Hnappur á forsíðu bæjarvefs
Hnappur á forsíðu bæjarvefs

Bæjarstjórn vinnur nú að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022.

Eins og glöggir lesendur bæjarvefs hafa tekið eftir er nú kominn hnappur á forsíðuna þar sem íbúum (og öðrum áhugasömum) gefst kostur á að skila inn hugmyndum og tillögum til bæjarstjórnar inní fjárhagsáætlunargerðina. Bæjarstjórn vill með því móti ýta enn frekar undir að hugmyndir og framlag bæjarbúa skili sér í vinnuna. 

Með því að smella á hnappinn "Hugmyndir 2022" (til hægri á forsíðu) er hægt að koma á framfæri hugmyndum og tillögum, með beinum hætti. Það gætu t.d. verið hugmyndir um menningar- eða samfélagsverkefni, umbætur í umhverfinu eða annað sem tengist rekstri og fjárfestingum bæjarins á komandi ári. Hugmyndir um sparnað eða aðra hagræðingu eru einnig kærkomnar.  Hægt er að senda skrár eða myndir í viðhengi.

Eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að lofa því að allar hugmyndir komist í framkvæmd, en allar ábendingar verða teknar fyrir í bæjarráði, sem undirbýr fjárhagsáætlun til bæjarstjórnar. 

Áfram er hægt að senda inn ábendingar um "Umhverfið mitt" í gegnum hnapp á forsíðu, eins og verið hefur. Ef þú veist um eitthvað sem betur má fara í umhverfinu okkar, í þéttbýli eða dreifbýli, þá endilega smelltu á hnappinn og sendu línu.