Heiðdís Lind Kristinsdóttir nýr leikskólastjóri Leikskólans Sólvalla
Heiðdís Lind Kristinsdóttir nýr leikskólastjóri Leikskólans Sólvalla

Heiðdís er fædd og uppalin í Grundarfirði. Hún starfaði við Bíldudalsskóla um fimm ára skeið og hóf störf í Leikskólanum Sólvöllum í júní síðastliðnum, sem deildarstjóri. Heiðdís lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga 2014, B.Ed. gráðu í grunnskólakennslu yngri barna frá Háskóla Íslands 2018 og MT-gráðu frá Háskólanum á Akureyri með áherslu á mál og læsi. 

Leikskólinn Sólvellir er þriggja deilda leikskóli og eru nemendur nú um 40 talsins. Skólinn tekur við börnum frá tólf mánaða aldri og upp í fimm ára, en þá tekur við leikskóladeildin Eldhamrar, sem rekin er undir stjórn grunnskólans.  

Heiðdís tekur við starfi leikskólastjóra á næstu dögum og býður Grundarfjarðarbær hana velkomna til starfa. Jafnframt er fráfarandi leikskólastjóra, Önnu Rafnsdóttur, þakkað fyrir vel unnin störf síðustu ár.