- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Á sunnudaginn kemur, 1. febrúar, verða liðin 100 ár frá því Íslendingar fengu heimastjórn, þingræði var fest í sessi og Stjórnarráð Íslands stofnað.
Flutningur framkvæmdavaldsins til Íslands 1. febrúar 1904 markaði þáttaskil og var stærsta skrefið í baráttu þjóðarinnar fyrir sjálfstæði. Sjá nánar á www.heimastjorn.is
Flaggað verður við opinberar byggingar á sunnudaginn og hvatt er til þess að almenningur geri slíkt hið sama.