Ljósm. Karl Smári
Tökur eru nú hafnar á heimildamynd um flugslysið í Kolgrafafirði þegar bresk flugvél fórst þar á stríðsárunum. Myndin er byggð á rannsóknum og skrifum Karls Smára Hreinssonar. Umfjöllun Karls Smára birtist í 7. hefti ritanna „Fólkið, Fjöllin og Fjörðurinn. Upptökur hófsust hér á Snæfellsnesi um síðustu helgi. Það er kvikmyndagerðamaðurinn Hjálmtýr Heiðdal sem sér um gerð myndarinnar ásamt Karli Smára. Þeim til aðstoðar er Ingi Hans Jónsson hjá Sögumiðstöðinni.