Í samstarfi við Fellaskjól stendur eldri borgurum til boða að fá heimsendan mat í hádeginu alla virka daga. Hver skammtur kostar 750 kr. Aðeins er í boði full áskrift, þ.e. alla virka daga mánaðarins.

Um er að ræða tilraunaverkefni og verður þjónustan endurmetin í ljósi reynslunnar.

Skráning og nánari upplýsingar fást á Fellaskjóli í síma 438 6677.

Grundarfjarðarbær og Dvalar- og hjúkrunarheimilið Fellaskjól