Í næstu viku mun hópur frakka frá vinabæ Grundarfjarðar í Paimpol í Frakklandi koma í heimsókn til Íslands og skoða landið.  Hópurinn kemur til Grundarfjarðar að kvöldi mánudagsins, annars í hvítasunnu.  Á þriðjudag,  25. maí, er skipulögð dagskrá og er heimamönnum velkomið að taka þátt. 

Um morguninn verður farið að bretónska krossinum á Grundarkampi og síðan kl. 10.15 verður athöfn í kirkjunni til þess að minnast sæfarenda frá Paimpol.  Því næst kl. 10.45 er fyrirhugað að vígja gróðurreit á opna svæðinu neðan Ölkelduvegar og verður reitnum gefið nafnið Paimpol garður.  Lúðrasveit Tónlistarskóla Grundarfjarðar mun spila og fulltrúar vinabæjanna munu flytja ávörp. 

Síðar um daginn munu gestirnir heimsækja fiskvinnslu GRun og fara í skoðunarferð um Snæfellsnes.

Nánari umfjöllun verður um heimsóknina á heimasíðu Grundarfjarðarbæjar

Sigríður Finsen

Forseti bæjarstjórnar Grundarfjarðar