Dagana 14.-16. september fáum við í heimsókn gesti frá vinabæ okkar Paimpol í Frakklandi. Í för er m.a. bæjarstjórinn Jean-Yves de Chaisemartin.

Það er okkur mikil ánægja að taka á móti þessum góðu gestum en tilgangur heimsóknarinnar að efla enn frekar tengsl Grundarfjarðar og Paimpol.

Frakkarnir munu m.a. verða viðstaddir tónleikana á morgun og vonandi fjölmenna Grundfirðingar á þá en þeir hefjast kl. 18:00 í Fjölbrautaskólanum. Aðgangur er ókeypis.