Fulltrúar KSÍ, þeir Eyjólfur Sverrisson, fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu, Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ og Jakob Skúlason, landshlutafulltrúi KSÍ, afhentu formlega þá gjöf sem fólst í lagninu gervigrassins á sparkvöllinn sem lagður hefur verið á lóð Grunnskóla Grundarfjarðar.

Grunnskólanum voru afhentir boltar frá Evrópska knattspyrnusambandinu (UEFA) auk þess sem sambandið færði Ungmennafélagi Grundarfjarðar gjafabréf. Nemendum grunnskólans var gefið frí á meðan á athöfninni stóð og ríkti mikil gleði meðal þeirra yfir heimsókninni. Meðfylgjandi myndir voru teknar við athöfnina.

Geir Þorsteinsson og Björg Ágústsdóttir klipptu á borðann, Eyjólfur Sverrisson og Jakob Skúlason til hliðar.

Geir Þorsteinsson hóf athöfnina með ávarpi
Ánægðir nemendur grunnskólans
Geir afhendir Önnu Bergsdóttur, skólastjóra, boltana frá UEFA
Geir afhendir Eygló B. Jónsdóttur, formanni UMFG, gjafakort frá UEFA.
Eyjólfur Sverrisson hafði í nógu að snúast að gefa eiginhandaráritanir
Nemendur, fulltrúar KSÍ, bæjarstjórnarmenn, fulltrúar UMFG og fleiri stilltu sér upp að athöfn lokinni