Miðvikudaginn 1. desember nk. kl. 11:00 koma Eyjólfur Sverrisson og fleiri forsvarsmenn KSÍ og munu við litla athöfn afhenda þá gjöf sem fólst í lagningu gervigrasvallarins á sparkvöll Grundfirðinga, en KSÍ  gekkst sl. vor og sumar fyrir átaki þar sem sveitarfélögum var boðið að þiggja lagningu gervigrass á sparkvelli. Boltar verða afhentir Grunnskóla Grundarfjarðar frá Evrópska knattspyrnusambandinu (UEFA) auk þess sem sambandið færir Ungmennafélagi Grundarfjarðar gjafabréf. Á meðan á athöfninni stendur verður nemendum grunnskólans gefið frí til þess að vera viðstaddir athöfnina. Allir eru boðnir velkomnir á völlinn til að vera viðstaddir athöfnina.

Fylgt var stöðlum og kröfum KSÍ við gerð vallarins og frágang. Völlurinn er 18 x 33 m að stærð, á lóð Grunnskóla Grundarfjarðar, hann er upplýstur og kringum hann er trégirðing. Hitalögn er undir vellinum.

Kostnaður sveitarfélagsins við gerð vallarins var í kringum 5,8 millj. kr.

Völlurinn hefur verið afar vel nýttur og vinsæll af ungum sem eldri knattspyrnuáhugamönnum síðan hann var formlega tekinn í notkun þann 24. september sl.