- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
3. bekkur Grunnskóla Grundarfjarðar |
Hjá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutingamanna stendur nú yfir eldvarnarvikan 2006. Nemendur í 3. bekk um allt land fá heimsókn frá slökkviliðinu og kom slökkvilið Grundarfjarðar í heimsókn í grunnskólann sl. miðvikudag. Þar voru á ferð þau Gunnar Pétur Gunnarsson slökkviliðsstjóri og Guðrún Ósk Hrólfsdóttir.
Nú fer aðventan í hönd og margir kveikja á kertum til að lýsa upp skammdegið. Þau minntu nemendur á að gæta þurfi fyllsta öryggis og fara varlega með eldinn. Nemendur fræddust um eldvarnar- og rýmingaráætlanir á heimilum, um nauðsyn þess að hafa reykskynjara á öllum heimilum og hvernig bregðast á við ef eldur verður laus. Þeim var síðan boðið að skoða slökkviliðsbílinn og allar þær græjur sem í honum er að finna og vakti hann mikla athygli og áhuga hjá nemendum. Slökkviliðið færði krökkunum að gjöf yddara í formi slökkviliðshjálms og barmmerki.
Í slökkvibílnum |