Á dögunum stóð Hrókurinn fyrir heimsókn í Grunnskóla Grundarfjarðar. Stórmeistarinn danski, Henrik Danielsen, kom og tefldi fjöltefli við nemendur í 3. - 9. bekk. Gríðarlegur áhugi var hjá nemendum og tefldi Henrik við rúmlega 70 nemendur. Engum tókst að sigra stórmeistarann en nokkrir náðu jafntefli - taka ber fram að það jafntefli bauð stórmeistarinn vegna tímaskorts og þeir sem þáðu gerðu það fyrir kurteisissakir.