Sonja, Guðbjörg og Alexandra

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Héraðsmót HSH í frjálsum íþróttum var haldið sunnudaginn 11. nóv. síðastliðin í Stykkishólmi.  25 keppendur mættu frá UMFG og stóðu sig öll með stakri prýði.  Þau Jóhannes Geir Guðmundsson og Gréta Sigurðardóttir vöktu mikla athygli fyrir góðan árangur í hástökki og Gréta einnig fyrir 600 m hlaup þar sem hún hljóp í strákariðlinum og var á hælunum á þeim sem vann. 

Frjálsíþróttadeildin skartar nýjum keppnistreyjum sem Kaupþing banki gaf og hafa krakkarnir vakið ómælda athygli fyrir að vera öll eins klædd.  Einnig auðveldar það þjálfara að fylgjast með krökkunum í keppni.

Þeir sem vilja skoða úrslit mótsins geta farið inn á www.hsh.is  í úrslit móta.