Frá héraðsmótinu í frjálsum.

keppendur UMFG 9-10 ára

 

Héraðsmót HSH í frjálsum íþróttum var haldið í Stykkishólmi sunnudaginn 17 apríl.  Það voru  53 keppendur frá UMFG og  allir stóðu þeir sig með stakri prýði.  Á mótinu voru vígðir nýir keppnisbúningar sem frjálsíþróttadeildin hefur eignast en KB banki styrkti kaupin.  Þetta eru bláir og rauðir stuttermabolir og vöktum við mikla athygli í þessum nýju bolum.  Úrslit mótsins er hægt að skoða inna www.fri.is og undir liðnum mótaforrit finnið þið HSH .

Stjórn UMFG kærði framkvæmd mótsins þar sem ekki var farið að reglum HSH. Erum við þar aðallega að tala um skráningar á staðnum en félögum er skylt að skila inn skráningum fyrir ákveðinn tíma til HSH. Á mótinu á sunnudaginn voru leyfðar skráningar á staðnum sem er brot á reglum HSH. Skráningar þessar höfðu trúlega ekki áhrif á  stigakeppnina sjálfa en stjórn UMFG ákvað að leggja fram kæruna og reyna með því að koma í veg fyrir að svona lagað gerist aftur. Við leggjum hart að foreldrum að virða þann skráningatíma sem upp er gefinn og þess sama verðum við að krefjast af öðrum félögum. Óskum UMF Snæfell til hamingju með héraðsmeistaratitilinn í frjálsum.

Hér eru svo fleiri myndir af keppendum UMFG.

 

Helena, Gréta og Harpa

Illugi í kasthringnum

Þorsteinn, Ólafur og Steinarr

Finni, Þorgrímur og Jón

Þorgrímur,Jón, Jon þór, Andri,Hermann og Finni

Keppendur í 8 ára og yngri