Hesteigendafélag Grundarfjarðar var 30 ára í gær, þann 22. júní. Félagið var formlega stofnað 22. júní 1975. Í tilefni dagsins héldu félagsmenn veislu í Fákaseli í gærkvöldi. Tryggvi Gunnarsson var fyrsti formaður félagsins og rifjaði hann upp stofnun félagsins og aðdragandann að stofnun þess. Í gær voru jafnframt 4 ár frá vígslu félagsheimilisins Fákasels.