Bólusett verður frá kl. 11-12 alla virka daga frá 26.september - 7. október n.k.

Ef óskað er eftir öðrum tíma þarf að panta hann.

Fyrirtæki eiga möguleika á að fá þessa þjónustu inn í fyrirtækið ef þess er óskað. Pöntunarsími: 432 1350 alla virka daga milli 9-12 og 13-16.

 

Mælt er sérstaklega með bólusetningu allra 60 ára og eldri, allra fullorðinna og barna með langvinna hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdóma, sykursýki, illkynja sjúkdóma og aðra ónæmisbælandi sjúkdóma.

 

Einnig þá sem annast fólk með aukna áhættu.

 

Allir sem fá bólusetningu þurfa að greiða komugjald til stöðvarinnar, en þeir sem taldir eru upp hér að framan fá bóluefnið frítt. Munið að framvísa afsláttar-og/eða örorkuskírteinum við komuna.

 

Einnig minnum við á lungnabólgubólusetningar handa öllum 60 ára og eldri og þeim sem haldnir eru langvinnum sjúkdómum.  Þessi bólusetning er æskileg á 10 ára fresti.