Bæjarstjórn bíður nú eftir skýrslu frá Íslenskum orkurannsóknum, sem annast hafa rannsóknir og tiltekna ráðgjöf í jarðhitarannsóknunum í Berserkseyrarodda. 

Skýrslan verður væntanlega grundvöllur ákvarðana um framkvæmdir og næstu skref í málefnum hitaveitu fyrir Grundfirðinga.

Vegfarendur um Kolgrafafjörð geta séð ummerki heita vatnsins, þar sem gufan stígur upp frá rannsóknarholunni í oddanum