Frá vinstri: Eyþór, Runólfur, Unnur Birna, Anna María, Bryndís, Björn Steinar, Mjöll, Svanur, Ásthildur og Sigurborg.

 

Á þriðjudag afhentu Kvenfélagið Gleym mér ei, Lions og Rauði krossinn íþróttahúsi Grundarfjarðar hjartastuðtæki að gjöf.

Tækið er alsjálfvirkt og því mjög einfalt í notkun. Það talar til notandans og gefur honum fyrirmæli á íslensku. Það krefst því engrar sérfræðiþekkingar þess er fyrstur kemur að einstaklingi í hjartastoppi.

Grundarfjarðarbær þakkar kærlega fyrir höfðinglega gjöf.