Minnt er á fræðslu- og hvatningarverkefni ÍSÍ, „Hjólað í vinnuna“, sem verkefnið „Ísland á iði“ mun standa fyrir dagana 2. - 13. maí n.k.

Meginmarkmið „Hjólað í vinnuna“ er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum, hagkvæmum og umhverfisvænum samgöngumáta. Keppt er í 6 fyrirtækjaflokkum um flesta daga og flesta km, hlutfallslega miðað við fjölda starfsmanna í fyrirtækjum. Allir þeir sem nýta eigin orku til að koma sér til vinnu s.s. hjóla eða ganga geta tekið þátt.

Fyrirtæki og stofnanir í Grundarfirði eru hvött til að taka þátt í verkefninu, en þegar er vitað um vinnustaði sem hafa skráð sig til leiks. 

Á síðasta ári áttu 162 fyrirtæki og stofnanir frá 29 sveitarfélögum, 289 lið í keppninni. Þátttakendur voru 2510, þátttökudagarnir 12.146 og alls voru farnir hvorki meira né minna en 93.557 km (37,27 km að meðaltali) eða 70 hringir í kringum landið.