Það var hjóladagur í Grunnskóla Grundarfjarðar í dag og mættu þá nemendur á hjólunum sínum í skólann. Lögreglan kom í heimsókn á skólalóðina til að ræða umferðaröryggi, yfirfara hjólin og stillingarnar á hjálmum barnanna. Þess má geta að Rebekka, lögreglukona, er fyrrum nemandi í Grunnskóla Grundarfjarðar.

Það er sannarlega vor í lofti og nú styttist í skólaslit grunnskólans sem verða 31. maí.