Af vef Skessuhorns

Það var í nógu að snúast hjá áhöfninn á Sóley SH frá Grundarfirði í gærmorgun, er þeir voru að gera klárt á veiðar á ný eftir sumarfrí, en látið verður úr höfn á morgun. Sumarfríið var notað til þess að skvera skipið upp hjá Skipavík í Stykkishólmi. Áhöfnin var að setja trollið á rock hoparann þegar ljósmyndara Skessuhorns bar að. Einn bátur hefur þegar landað eftir sumarstopp og var það línubáturinn Grundfirðingur SH sem landaði um 20 tonnum á mánudag.