Rétt áðan (milli 17 og 18) sást til tveggja hvala inni á Grundarfirði. Sást til þeirra út undan Skarfakletti við Kirkjufell og lengra, nær landi, undan ströndinni við Kirkjufellsland. Það voru starfsmenn á netaverkstæði Guðmundar Runólfssonar hf. niðri við Nesveg, Páll Guðmundsson og fleiri, sem sáu gripina. Þó nokkur fjöldi fólks var kominn til að fylgjast með hvölunum. Runólfur Guðmundsson bróðir Páls fór út á Munda SH til að líta á hvalina sem hann sagði að væru þokkalega stórir hnúfubakar. 

 

Afar sjaldgæft er að sjáist til hvala hér inni á firði svo nálægt landi. Það munu hafa verið torfur af sílum sem lokkuðu hvalina áfram.