Á sjómannadaginn, var opnuð sýningin „Höfn í 100 ár - vélvæðing bátaflotans“ í Sögumiðstöðinni, í tilefni af því að í ár eru liðin hundrað ár frá því fyrsti vélbáturinn kom til Grundarfjarðar. Með því hófst byggð í Grafarnesi, sem lagði grunninn að þeirri byggð sem við þekkjum í dag. Með vélvæðingu fiskiskipaflotans hófst eitt mesta framfaraskeið íslenskrar þjóðar og markað var upphafið að forsendum þeirra lífsgæða sem við njótum í dag.

 

 

Eyrbyggja-Sögumiðstöð hefur nú verið starfrækt í 3 ár, en sumarið 2003 var fyrsti áfanginn tekinn í notkun með opnun Bæringsstofu og síðan Gestastofu. Síðan hefur verið tekið eitt skref af öðru og nú líður senn að því að grunnsýningar verði tilbúnar. Næstu þróunarskref munu snúast um tæknilegu hliðina, þar sem byggt verður upp svokallað stafrænt sýningarhald. Nýverið veitti Menningarráð Vesturlands Sögumiðstöðinni styrk vegna þess verkefnis.

Sjá myndir frá sýningunni hér.