Nú eru flestar götur bæjarins nýmalbikaðar og ásýnd bæjarins öll önnur. Það hefur nokkuð borið á því að möl berist af innkeyrslum út á malbikið og er það bæði ljótt að sjá og einnig þrýstist grjótið niður í malbikið og styttir líftíma þess. Því eru þeir sem eru með innkeyrslur vinsamlegast beðnir um að sópa mölinni aftur í innkeyrslurnar þar sem það á við. Hjálpumst að við að halda bænum fínum.