Eyrbyggjar, hollvinasamtök Grundarfjarðar, veittu skíðadeild UMFG í Grundarfirði framfaraverðlaun Eyrbyggja á bæjarhátíðinni um síðustu helgi. Viðurkenninguna hlaut skíðadeildin fyrir mikið og gott uppbyggingarstarf á skíðasvæði Snæfellinga í Grundarfirði með aðstoð heimamanna.

Það voru Rósa Guðmundsdóttir, formaður skíðadeildar, sem tók við viðurkenningunni úr höndum Höllu Halldórsdóttur, formanni Eyrbyggja.