Nú um helgina hófst Hópleikur UMFG-getrauna sem er getraunaleikur um enska boltann, og er alveg óháður sölukerfi íslenskra getrauna. Hann er þannig að það eru myndaðir hópar sem tippa á úrslit leikja á getraunaseðli hverrar helgar þ.e. á laugardögum. Hver hópur saman stendur af tveimur einstaklingum sem gefa sínum hóp nafn og tippa á 6 tvítryggða leiki og 7  einfalda.  Stig ákvarðast af fjölda réttra leikja á getraunaseðlinum t.d. 6 leikir réttir eru 6 stig.

Þessi keppni mun standa fram til loka enska boltans sem ákvarðast af getraunaseðli íslenskra getrauna. Keppnin hófst nú um helgina þann 24. sept. og voru 11 lið þegar búin að skrá sig og tóku þátt. En fyrir þá sem vilja vera með er hægt að skrá sig fyrir næsta getraunadag sem er 1. nóv. En UMFG-getraunir eru í Sögumiðstöðinni á laugardagsmorgnum frá kl. 10:00-12:30.

 

Úrslit 24. sept. má sjá hér fyrir neðan.

 

Nafn hóps             Stig

 

F.C. Verktakar       10

Sætir                     9

FÝ 1825                8

Bræðurnir              8

S.G. Hópurinn       8

Carragher              8

Feðgarnir               7

Hársport United     7

Frænkan                6

ESSO                             6

West-Pool             6