Hraðmót HSH í frjálsum íþróttum fyrir 11 – 18 ára var haldið miðvikud 23 apríl í Stykkishólmi, keppt var í 4 greinum.  14 keppendur fóru frá UMFG á aldrinum 11 – 16 ára og stóðu sig vel.  Þar sem þetta var stutt mót voru ekki nein verðlaun veitt en að loknu móti fengu keppendur safa, bakkelsi og þáttökugjöf.  Þetta var síðasta innanhúsmótið á þessum vetri, en um leið og veður leyfir verður byrjað að æfa frjálsar úti.

 

KH.