Flugeldaskot um áramótin 2020-2021.
Flugeldaskot um áramótin 2020-2021.

Nú er tilvalið að hreinsa upp flugeldaleifar og rusl á lóðum og víðavangi, eftir áramótagleðina. 

Gámastöðin við Ártún er opin í dag frá kl. 12-14:00.

Eins má minna á gróðurgáminn sem staðsettur er við gámastöðina, en hann er alltaf opinn og íbúar eru eindregið hvattir til að henda gömlu jólatrjánum sínum þangað. 

Mánudaginn 11. janúar nk.  verður svo boðið uppá hreinsun jólatrjáa. Þá mun áhaldahúsið keyra um þéttbýlið og hirða þau jólatré sem íbúar setja út við lóðarmörk hjá sér. 

Höldum bænum okkar hreinum og snyrtilegum! 

Hér er svo slóð á sorphirðudagatalið 2021.