Þó veðurspáin sé ekki góð til flugeldaskothríðar á gamlárskvöld er við því að búast að margir muni reyna að koma púðrinu í loftið.  Það eru vinsamleg tilmæli bæjarstarfsmanna að allir hreinsi upp ruslið sem verður eftir skotkökur og slíkan búnað.  Það er miklu skemmtilegra að sjá bæinn hreinan á nýársdag heldur en alsettan pappakössum og drasli eftir gamlárskvöldið.